top of page
Search

Hlemmur.Haus að opna á horni Laugavegs og Snorrabrautar.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir að nýju 2500 fermetra húsnæði við Hlemm þar sem skapandi fólk býðst leiga á ódýrri aðstöðu. Óhagnaðardrifna sjálfseignarstofnunin Haus sér um rekstur rýmisins en Haraldur Þorleifsson er einn forsvarsmanna þess.

„Þegar við opnuðum Hafnar.haus fyrir þremur árum þá fylltist húsið mjög hratt,“ segir Haraldur en Hafnar.haus er sams konar samfélag staðsett í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.

„Eftir nokkrar vikur voru komin 500 manns á biðlista þannig að það var augljóst að þörfin var gríðarleg. Við höfum þessvegna haft augun opin fyrir góðum stað til að fjölga möguleikum til að búa til skapandi fólk sem er oft í vandræðum með að finna sér samastað,“ segir Haraldur.

Haus er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun og getur því boðið aðstöðu á lægri verðum en fást á einkamarkaði. Stúdíóin eru mismunandi að stærð, minnstu plássin kosta um 30 þúsund krónur, en einnig er hægt að fá aðgengi að skrifborðum á enn lægri verðum.

ree

 
 
 

Comments


Hafið samband hér

© 2023 -2025 Menningarvitinn

bottom of page