top of page
Search

Listasafn Íslands á sunnudaginn

Á sunnudaginn kemur, 7. september klukkan: 14.00 til 15.00 verður listamannaspjall í Listasafni Íslands. Sjá texta fyrir neðan mynd.


ree

Öll eru velkomin á sýningarstjóraspjall í Listasafni Íslands. Þar mun Dan Byers sýningarstjóri ræða við Hildigunni Birgisdóttur um sýninguna Þetta er mjög stór tala (Commerzbau) sem var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2024 en er nú á Listasafni Íslands.


Þetta er mjög stór tala (Commerzbau) er sett upp bæði í anddyri safnsins og í sal 3 en þar fyllir listakonan rýmið af verkum þar sem hún nýtir sér efnivið, varning og tungumál fjöldaframleiðslu, markaðs- og dreifingarkerfa. Hildigunnur skapar alltumlykjandi umhverfi og sækir sér innblástur í hugtakið „Merzbau“ úr smiðju þýska dada-listamannsins Kurts Schwitters. Schwitters hóf að nota hugtakið „Merz“ í listsköpun sinni eftir að hafa fundið rifrildi úr dagblaði með seinni helmingi orðsins „Commerz“. Hér kynnir Hildigunnur fyrri hluta orðsins, „Com“, aftur til sögunnar, og skapar „Commerzbau“ sem háðska skírskotun til fjöldaframleiddra hluta og úrgangs úr heimi verslunar og viðskipta. 


 
 
 

Comments


Hafið samband hér

© 2023 -2025 Menningarvitinn

bottom of page