top of page
Það sem þú horfir á og hlustar á gerir þig að þeirri manneskju sem þú ert. Eða var það öfugt?


Áttunda hlaðvarp Menningarvitans
Við byrjum á viðtali við Val Gunnarsson, sagnfræðing og rithöfund, um nýútkomna bók hans, Grænland og fólkið sem hvarf. Þá kynnumst við 2. árs nemum í fatahönnun, sem sýndu hönnun þeirra á endurunnum textíl. Nemarnir unnu líka á Textílmiðstöðinni á Blönduósi, hvar til stendur að efla enn frekar það starf sem þar fer fram. Heimildaþáttaserían Marienes, um verkefni landgönguliðsveitar Bandaríkjanna, er kynnt, en þáttaröðin er á Netflix. Þá dáðumst við að kvikmyndinni One Battle
Nov 27, 20251 min read


Hamlet nútímans, myndlist, hryllingsmyndin Good boy og Dúi gefur út bók.
Við sáum Hamlet í Borgarkleikhúsinu. Kíktum á nokkur gallery. Á Kontor sáum við Furðulega fegurð Halldórs Kristjánssonar. í La Butique eru 41 listamenn með alls 110 myndverk. Í SIND sáum við sýningu Herdísar Hlífar (Herdils) , Í fangi þínu má ég vera þung, má ég vera lítil. Í Gallery Port sýningu Þórðar Hans Baldurssonar, Land til sölu. VIð ræddum um stórleikarann Indy í hryllingsmyndinni Good Boy. Við veltum fyrir okkur breytingum í þjónustu Borgarbókasafnsis og hvað þar er
Nov 13, 20252 min read


Við höldum ekki vatni yfir Niflungahringnum í Borgarleikhúsinu. Sjötta hlaðvarpið er komið.
Kikka og Sigga Snjólaug fóru á Arnarhól í kvennaverkfall s.l. föstudag og um kvöldið í Þjóðleikhúskjallarann á sýninguna Áfram stelpur. Heimildamyndin Only On Earth var kynnt, en hún vann aðalverðlaun Nordisk Panorama. Þá voru kynntar þrjár listasýningar á Akureyri, þeirra Barböru Long,, Ýmis Grönvold og Bergþórs Morteins. Við sáum Niflungahriginn í Borgarleikhúsinu og skemmtum okkur vel. Að lokum ræddum við sjónvarpsþætti Baltasars Kormáks, Sigurvegarann, eða King & Conquero
Oct 30, 20251 min read


Fimmta hlaðvarpið komið.
Við fórum í bíó og sáum heimildarmyndina Bóndinn og veksmiðjan. Á Akureyri sáum við leiksýningu Leikfélags Akreyrar, Elskan, er ég heima? Síðan sáum við Íbúð 10 B í Þjóðleikhúsinu og Jónsmessunæturdraum í Tjarnarbíói. Auk þess listasýningar Steinu og Woody Vasulka, sem og sýningu á grímum James Merry í Listasafni Akureyrar. 00:00 - Start 00:20 - Bóndinn og verksmiðjan 06:04 - Elskan er ég heima 14:40 - Íbúð 10 B 23:04 - Jónsmessunæturdraumur 32:52 - Steina Videolist 43:04 - J
Oct 30, 20251 min read


Og Þá er fjórði þáttur Menningarvitans kominn í loftið.
Í þessum þætti fórum við á Listasafnið á Akureyrir og skoðuðum 3 sýningar. Við fórum í bíó og sáum myndina Eldarnir eftir Uglu Hauksdóttur. Elvar fór á tónleika með Texas Jesús og loks sáum við nokkra gjörninga á A! Gjörningahátíð á Akureyri.
Oct 21, 20251 min read


Það er fátt eins skemmtilegt og að gera hlaðvarp. Hér er þriðja hlaðvarp Menningarvitans.
Þriðja hlaðvarp Menningarvitans. Hér er fjallað um tvær sýningar í Borgarleikhúsinu, Hér er Laddi og Moulin Rouge. Sýning Kristínar Gunnlaugsdóttur á Kjarvalsstöðum sem hefur vakið mikla athygli og Loks segir Dúi okkur frá ferð sinni á Nordisk Panorama í Svíþjóð.
Oct 21, 20251 min read


Hlaðvarp númer tvö komið á vefinn. Af hverju kalla sumir Hveragerði Hördígördí?
Í þessum þætti förum við til Hveragerðis og skoðum fimm myndlistarmenn sem eru á haustsýningu Listasafns Árnesinga. Við lítum líka við í...
Sep 20, 20251 min read


Fyrsta hlaðvarpið komið í loftið
Fyrsta hlaðvarpið okkar er komið í loftið á helstu hlaðvarpsveitum og hér í blogginu hjá okkur. Í þessum þætti fjöllum við um...
Sep 12, 20251 min read


Hlemmur.Haus að opna á horni Laugavegs og Snorrabrautar.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir að nýju 2500 fermetra húsnæði við Hlemm þar sem skapandi fólk býðst leiga á ódýrri aðstöðu....
Sep 5, 20251 min read


Listasafn Íslands á sunnudaginn
Á sunnudaginn kemur, 7. september klukkan: 14.00 til 15.00 verður listamannaspjall í Listasafni Íslands. Sjá texta fyrir neðan mynd. Öll...
Sep 2, 20251 min read


Menningarvitinn tekur til starfa
Menningarvitinn er nýr vefþáttur sem er að hefja göngu sína. Við munum sinna allri menningu á breiðum grundvelli og reyna að sinna sem...
Aug 30, 20251 min read
bottom of page



