Menningarvitinn tekur til starfa
- Græningjar Stjórnmálasamtök
- Aug 30
- 1 min read

Menningarvitinn er nýr vefþáttur sem er að hefja göngu sína. Við munum sinna allri menningu á breiðum grundvelli og reyna að sinna sem flestum list formum og tegundum menningar.
Við viljum hvetja þá sem eru með einhverja menningarstarfsemi að hafa samband við okkur og bjóða okkur á viðburðinn. Við mætum og fjöllum svo um viðburðinn í þættinum okkar.
Við munum ekki vera með eiginlega gagnrýni á til dæmis leiksýningar og tónleika heldur umræður um hvernig okkur fannst sýningin eða tónleikarnir virka á okkur og hefur hver þátttakandi rétt á sínum skoðunum. Við verðum síðan 4 til 6 í þættinum og fjöllum um menningu frá öllum hliðum.
Við erum ólíkur hópur og höfum ekki sömu skoðum eða upplifun af viðburðum og því geta skemmtilegar og gagnlegar umræður átt sér stað. Þegar þið bjóðið okkur á viðburðinn ykkar megið þið gjarnar bjóða okkur sex miða þar sem við viljum öll geta talað um alla viðburðina. Leikhús eru oft með fjölmiðlakynningar svo fjallað sé um verkin áður en þau eru frumsýnd og við viljum gjarnan mæta þar en líka á sýningar þegar þær hefjast.
Við vonum að þið sjáið ykkur hag í að bjóða okkur á sýningarnar ykkar og menningarviðburði.
Með kveðju,
Kikka K. M. Sigurðardóttir
Ritstjóri Menningarvitans




Comments